EVRIS Foundation

Fyrri verkefni

Evris aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök við flytja út þekkingu sína og afla sér nýrrar þekkingar í alþjóðleg styrkjakerfi.

Evris Foundation setur saman teymi íslenskra sérfræðinga í samræmi við þarfir samstarfsaðila erlendis. Í krafti góðs árangurs okkar í fyrri verkefnum erum við eftirsóttur samstarfsaðili í ýmis verkefni sem fjármögnuð eru af Evrópusambandinu og Uppbyggingarsjóði EES landanna.

Hafðu samband – það er aldrei að vita nema þekking þín og reynsla geti nýst í erlendu samstarfsverkefni!

 

Fyrri verkefni

 

Verkefnið “Catch the BALL – Create a Dynamic Third Age” var framhald verkefnisins “BALL” (sjá neðar) en bæði voru styrkt af menntaáætlun ESB, Erasmus+. Markmið verkefnisins var að þróa og prófa verkfæri sem nýst geta aðilum vinnumarkaðarins og einstaklingum við að þróa þriðja æviskeiðið (sbr. myndband hér að ofan).

Evris Foundation var verkefnisstjóri verkefnisins og bar auk þess ábyrð á þróun námskeiðs og kennsluleiðbeininga. Aðrir þátttakendur (partnerar) í verkefninu voru U3A Reykjavík, MBM Training and Development Centre, Liverpool (UK) og Kaunas Science and Technology Park (Litháen). Auk þess lögðu BHM, Landsvirkjun, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR drjúgan skerf til þess.Verkefnið var styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+.

Verkefnið hófst í desember 2016 og lauk í júní 2018.

 

CHAPTER verkefnið eða “Children Help movement Against Physical Threatening and Emotional Repression” sem hefur það markmið að draga úr líkamlegu ofbeldi gagnvart börnum.

Fyrir utan EVRIS Foundation tóku þátt í því PULSE Foundation og National Network for Children í Búlgaríu, Hope for Children á Kýpur og ADFP Foundation of Portúgal. Hlutverk Evris Foundation var að miðla reynslu íslenskra stofnana og félagasamtaka í að draga úr líkamlegu ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi, skipuleggja og halda fimm daga námskeið fyrir sérfræðinga og kennara í þátttökulöndunum og taka þátt í ráðstefnu um ofbeldi gagnvart börnum í Búlgaríu.

Verkefnið var styrkt af REC (Rights, Equality and Citizenship) áætlun Evrópusambandsins 2014 – 2020. Niðurstöður eru alfarið á ábyrgð verkefnisstjóra verkefnisins, PULSE Foundation, Búlgaríu.

Be Active Through

Life Long Learning

Helstu markmið verkefnisins voru að þróa framsæknar og nýstárlegar leiðbeiningar og ráðleggingar sem munu nýtast símenntunarmiðstöðvum, háskólum, fyrirtækjum, stéttarfélögum, félagasamtökum, sveitarfélögum og samtökum sveitarfélaga sem þurfa og vilja undirbúa og hvetja einstaklinga á þeirra vegum til þess að undirbúa þriðja æviskeiðið. 

Evris Foundation sá um verkefnisstjórn en auk þess voru U3A, Reykjavík, Háskóli þriðja æviskeiðsins í Lublin í Póllandi og Háskóli þriðja æviskeiðsins í Alicante á Spáni. Auk þess lögðu Reykjavíkurborg, BHM, Landsvirkjun og starfsmannasvið HÍ drjúgan skerf til verkefnisins. Verkefnið var styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+.

Verkefnið hófst haustið 2014 og lauk vorið 2016.

Victoria Intercultural

Atelier, Romania

Um er að ræða samtarfsverkefni borgaryfirvalda í Slatina, Rúmeníu og Evris Foundation en það var fjármagnað úr Uppbyggingarsjóði EES landanna.

Markmið verkefnisins var að endurbyggja gamalt kvikmyndahús í miðborg Slatina og breyta því í menningarmiðstöð. Hlutverk Evris Foundation var aðstoða við stefnumótun fyrir starfsemi hússins og rekstur þess auk þess að taka þátt í formlegri opnunarhátíð.

Verkefnið hófst í árslok 2014 og lauk 2017.

Þjóðlistasafnið í Kraków

„Að byggja upp góð samskipti við nærsamfélagið“ er heiti á verkefni sem Evris Foundation vann að í samstarfi við Þjóðlistasafnið í Kraków í Póllandi. Verkefnið var liður í undirbúningi að opnun nýs útibús safnsins, Czapski Pavillion, og var hlutverk Evris Foundation var að aðstoða við stefnumótun í sambandi við menntun starfsfólks við að miðla upplýsingum og skipuleggja fræðslustarf til nærsamfélags útibúsins. Verkefnið var fjármagnað af Uppbyggingarsjóði EES landanna.

Verkefnið hófst í desember 2015 og lauk í júní 2017.

Samantekt um verkefnið í máli og myndum

“DRUGstop” er heiti á verkefni sem Evris Foundation vann í samstarfi við Heilsugæslu Smolyan héraðs, syðst í Búlgaríu. Markmið verkefnisins var að draga úr neyslu vímuefna í héraðinu en hlutverk Evris Foundation var að miðla reynslu og þekkingu Íslendinga á því sviði. Verkefnið var fjármagnað af Uppbyggingarsjóði EES landanna.

Verkefnið hófst í ársbyrjun 2015 og lauk 2016.

Awareness and creative

thinking – the road to

change

Verkefnið var unnið í samstarfi Evris Foundation, PULSE Foundation og nokkrurra félagasamtaka og sveitarfélaga í Búlgaríu. Markmið þess var að vekja vitund ungs fólks í Búlgaríu á áhrifum neyslu eiturlyfja á heilsufar og félagslega hæfni. Hlutverk Evris Foundation var að miðla reynslu og þekkingu Íslendinga í þeim efnum. Verkefnið var styrkt af Uppbyggingarsjóði EES landanna.

Láttu í þér heyra!

Hafðu samband – það er aldrei að vita nema þekking þín og reynsla geti nýst í erlendu samstarfsverkefni!

Við erum hér

Grandagarði 16, 101 Reykjavík

Hringdu

(354) 517-1600

Netfang

evris@evris.is

Skilaboð til evrisfoundation.is

12 + 1 =