EVRIS Foundation
Evris aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök við flytja út þekkingu sína og afla sér nýrrar þekkingar í alþjóðleg styrkjakerfi.
Evris Foundation setur saman teymi íslenskra sérfræðinga í samræmi við þarfir samstarfsaðila erlendis. Í krafti góðs árangurs okkar í fyrri verkefnum erum við eftirsóttur samstarfsaðili í ýmis verkefni sem fjármögnuð eru af Evrópusambandinu og Uppbyggingarsjóði EES landanna.
Hafðu samband – það er aldrei að vita nema þekking þín og reynsla geti nýst í erlendu samstarfsverkefni!
Yfirstandandi verkefni
UAveiroGreenBuildings
Verkefnið UAveiroGreenBuildings miðar að því að þróa aðferðir, sem byggja á lögmálum sjálfbærrar byggingartækni og hringrásarhagkerfisins, við endurmótun og viðhald bygginga. Samstarfsaðilar Háskólans í Aveiro fyrir verkefnið eru Platform for Sustainable Construction Association -CentroHabitat og Evris Foundation, í samvinnu við verkfræðistofuna Verkís, sem munu leggja af mörkum sérfræðiþekkingu á þessu sviði.
Verkefnið felur í sér framlag til þróunar þverlægrar aðferðafræði, á grundvelli meginreglna hringrásarhagkerfis, sem nýtist í verkefnum á sviði byggingarlistar við endurnýjun og viðhald bygginga Háskólans í Aveiro, Portúgal, með því að:
- innleiða sjálfbærar lausnir á hönnunarstigi með tilliti til notkunar á endurvinnanlegu efni og meðhöndlun úrgangs; og
- eftirliti með framkvæmd umhverfisviðmiða og stuðla að bættum árangri í umhverfismálum.
Sar Upre!
Verkefnið Sar Upre! er samstarfsverkefni Evris Foundation og SLOVO 21 í Tékklandi. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa hæfni og færni menntaðra kennara og kennsluþjálfara sem starfa í menntastofnunum og hafa það hlutverk að styðja og styrkja aðferðir sem miða að því að ná markmiðinu um menntun fyrir alla, þar á meðal innflytjendur og nemendur af Róma-uppruna
Láttu í þér heyra!
Við erum hér
Grandagarði 16, 101 Reykjavík
Hringdu
(354) 517-1600
Netfang
evris@evris.is