EVRIS Foundation
Styrkir, fjármögnun, þekking
Evris aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök við að flytja út þekkingu sína og afla sér nýrrar þekkingar í alþjóðlegu styrkjakerfi.
Evris Foundation setur saman teymi íslenskra sérfræðinga í samræmi við þarfir samstarfsaðila erlendis. Í krafti góðs árangurs okkar í fyrri verkefnum erum við eftirsóttur samstarfsaðili í ýmis verkefni sem fjármögnuð eru af Evrópusambandinu og Uppbyggingarsjóði EES landanna (EEA Grants).
Hafðu samband – það er aldrei að vita nema þekking þín og reynsla geti nýst í erlendu samstarfsverkefni!

Stjórn EVRIS Foundation
Ása Hreggviðsdóttir, formaður
Anna Margrét Guðjónsdóttir
Þorgeir Ólafsson
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir
Jón Benedikt Björnsson
Starfsfólk EVRIS Foundation
Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
Bryndís Pálmarsdóttir, verkefnastjóri
Nánar um Evris Foundation
Evris Foundation ses er sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri og starfar í samræmi við lög nr. 33/1999. Félagið hóf starfsemi í mars 2014. Tilgangur stofnunarinnar er að efla lífsgæði íbúa hér á landi og annarsstaðar með því að veita stjórnvöldum, stofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu og stuðning við að hrinda í framkvæmd ýmis konar verkefnum sem til framfara horfa. Einkum er horft til verkefna sem hafa sam-evrópska þýðingu. Verkefnin geta m.a. verið á sviði menntunar, menningar, velferðar, nýsköpunar, atvinnumála, atvinnuþróunar og byggðamála (Skipulagsskrá, 3. grein).
Í samræmi við tilgang Evris Foundation ses tekur stofnunin einnig sjálf þátt í erlendum verkefnum sem kostuð eru af Evrópusambandinu og Uppbyggingarsjóði EES landanna. Upplýsingar um verkefni sem Evris tekur þátt í hverju sinni má finna undir hlekknum „Fyrri verkefni“.
Viðurkenning
Árið 2017 fékk Evris Foundation viðurkenningu Erasmus+ áætlunarinnar fyrir besta verkefnið og verkefnisstjórnun í flokknum „Fullorðinsfræðsla“ á árinu 2017.
Verkefnið hét “Catch the BALL” og var framhald af eldra Erasmus+ verkefni „BALL“ (sjá fyrri verkefni).
Hér að neðan er viðtal við Önnu Margréti Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda Evris Foundation og verkefnisstjóra Erasmus+ verkefnisins “Catch the BALL”:
Láttu í þér heyra!
Við erum hér
Grandagarði 16, 101 Reykjavík
Hringdu
(354) 517-1600
Netfang
evris@evris.is